Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. september 2022 22:22
Brynjar Ingi Erluson
„Ég skoraði, þannig Dortmund stöðvaði mig ekki"
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland skoraði sigurmark Manchester City í 2-1 sigri á fyrrum liðsfélögum hans í Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en markið var stórglæsilegt í alla staði.

Það fór lítið fyrir Haaland mest allan leikinn en Dortmund kom engum vörnum við er Joao Cancelo kom með gullfallega utanfótarsendingu inn fyrir á Haaland sem teygði löppina út og afgreiddi í netið.

Markið var glæsilegt en þetta var þriðja mark hans í Meistaradeildinni á tímabilinu.

„Í lokin náðum við að sýna úr hverju við erum gerðir. Svona spilum við og ég var virkilega stoltur af síðustu 25 mínútunum," sagði Haaland.

„Þetta var góð fyrirgjöf frá Cancelo og mjög gott að ná í mikilvægan sigur."

Blaðamaðurinn sem tók viðtalið við Haaland sagði að Dortmund vissi greinilega hvernig ætti að stöðva hann en Norðmaðurinn var ekki sammála.

„Það var gaman að sjá alla. Þeir stöðvuðu mig ekki, ég skoraði. Dortmund spilaði vel og þeir voru góðir. Ég vissi það vel að ég yrði eltur allan leikinn því Edin (þjálfari Dortmund) þekkir mig vel," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner