Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fækkun liða í frönsku deildinni - Fjögur lið falla á næsta tímabili
Fjögur lið falla á næsta tímabili en Paris Saint-Germain þarf svosem ekki að hafa miklar áhyggjur af því
Fjögur lið falla á næsta tímabili en Paris Saint-Germain þarf svosem ekki að hafa miklar áhyggjur af því
Mynd: EPA
Franska deildin greindi frá því í gær að liðum í deildinni fækkar úr 20 og niður í 18.

Á næsta tímabili falla fjögur lið úr efstu deild og þá fara aðeins tvö upp úr B-deildinni.

Ákveðið var að fækka liðum í deildinni vegna leikjaálags og rekstarerfiðleika hjá félögunum.

Það verður því átján liða deild frá og með tímabilinu 2023-2024 en ítalska deildin gæti gert slíkt hið sama.

Ítalska deildin mun funda á næstunni og er möguleiki á því að fækkað verður úr tuttugu liðum og niður í átján. Ítalska deildin var hér árum áður yfirleitt með sextán liða eða átján liða deild en var svo fjölgað í tuttugu árið 2004.
Athugasemdir
banner
banner