Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. október 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magnea tekur við ÍA (Staðfest)
Mynd: ÍA
Magnea Guðlaugsdóttir hefur verið ráðinn sem þjálfari kvennaliðs ÍA.

Frá þessu er greint í tilkynningu á samfélagsmiðlum. Auk þess mun hún þjálfa 2. flokk kvenna.

Magnea hefur áður þjálfað hjá Knattspyrnufélagi ÍA; alla aldursflokka kvenna og einnig í yngri flokkum karla. Síðast þjálfaði Magnea meistaraflokk ÍA árið 2014.

Magnea á að baki 119 leiki með félaginu í meistaraflokki og skorði í þeim 8 mörk. Þá lék Magnea 8 A-landsleiki og 11 landsleiki fyrir yngri landsliðin.

ÍA féll úr Lengjudeild kvenna í sumar og spilar í 2. deild næsta sumar.

„Knattspyrnufélag ÍA býður Magneu velkomna til starfa," segir í tilkynningu félagsins.

Magnea er móðir Olivers Stefánssonar sem spilar með Norrköping í Svíþjóð.


Athugasemdir
banner
banner