Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 14. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin í dag - Tveir stórleikir í A-deild
Þýskaland mætir Hollandi
Þýskaland mætir Hollandi
Mynd: Getty Images
Tveir stórleikir eru á dagskrá í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í dag.

Belgía og Frakkland eigast við í B-riðli. Frakkar eru í öðru sæti með 6 stig en Belgía í þriðja sæti með 4 stig. Topplið Ítalíu mætir Ísrael í sama riðli.

Í C-riðli mætast Þýskaland og Holland í stórleik. Þjóðverjar eru á toppnum með 7 stig en Hollendingar í öðru sæti með 5 stig.

Wales og Svartfjallaland mætast í riðli Íslands í B-deildinni en Wales á möguleika á að komast á toppinn ef íslenska liðinu tekst að vinna Tyrkland á sama tíma.

Leikir dagsins:

Þjóðadeildin A
18:45 Belgía - Frakkland
18:45 Ítalía - Ísrael
18:45 Bosnía - Ungverjaland
18:45 Þýskaland - Holland

Þjóðadeildin B
16:00 Georgía - Albanía
18:45 Úkraína - Tékkland
18:45 Ísland - Tyrkland
18:45 Wales - Svartfjallaland

Þjóðadeildin C
16:00 Aserbaídsjan - Slóvakía
18:45 Eistland - Svíþjóð
Athugasemdir
banner
banner
banner