Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. desember 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann viðurkennir að hafa talað við Haaland
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur staðfest að hann hafi rætt við Erling Braut Haaland, sóknarmann Salzburg.

Hinn 19 ára gamli Haaland er einn eftirsóttasti leikmaður í heimi. Hann hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Manchester United hefur áhuga á honum og er Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, sagður hafa farið og hitt hann í gær. Þá hefur hann einnig verið orðaður við Dortmund og Leipzig.

Nagelsmann, 32 ára gamall stjóri Leipzig, segist vera búinn að hitta Haaland.

„Ég reyndi að útskýra hugmyndir mínar um fótbolta á góðri ensku og ég held að þetta hafi verið gott samtal. Það er ekkert nýtt að tilkynna," sagði Nagelsmann við fjölmiðlamenn, en þetta kemur fram á Goal.com.

Knattspyrnufélögin Leipzig og Salzburg eru bæði í miklum tengslum við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.

Leipzig er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi frá toppliði Borussia Mönchengladbach.

Sjá einnig:
Haaland fundað með Nagelsmann og Solskjær
Athugasemdir
banner
banner
banner