Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen nýtti sér fyrsta tap Bayern
Topplið Bayern München tapaði fyrsta leik sínum í deildinni á þessu tímabili er það laut í lægra haldi fyrir Mainz, 2-1, í dag.

Bayern hafði verið í miklu stuði á fyrsta tímabili Vincent Kompany og ekki tapað í fyrstu þrettán leikjunum.

Tapið kom hins vegar í dag. Suður-Kóreumaðurinn Lee Jae-Sung skoraði bæði mörk Mainz. Hann gerði fyrra mark sitt á 41. mínútu og tvöfaldaði síðan forystuna þegar hálftími var eftir. Undir lokin minnkaði Leroy Sane muninn en það var allt of seint og lokatölur því 2-1.

Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen tókst að nýta sér tap Bayern með því að vinna Augsburg, 2-0. Martin Terrier og Florian Wirtz skoruðu mörk gestanna sem eru aðeins fjórum stigum frá Bayern eftir þessa umferð.

Borussia Mönchengladbach vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Holsten Kiel.

Staðan var þá 1-1 í leik Union Berlín og Bochum þegar lítið var eftir en dómari leiksins skipaði báðum liðum inn í klefa eftir að Patrick Drewes, markvörður Bochum, fékk kveikjara í hausinn frá stuðningsmönnum Union.

Ekki er búið að taka ákvörðun um framhaldið en það gæti farið svo að Bochum verði dæmdur 3-0 sigur.

Augsburg 0 - 2 Bayer
0-1 Martin Terrier ('14 )
0-2 Florian Wirtz ('40 )

Mainz 2 - 1 Bayern
1-0 Lee Jae Sung ('41 )
2-0 Lee Jae Sung ('60 )
2-1 Leroy Sane ('87 )

Borussia M. 4 - 1 Holstein Kiel
1-0 Tim Kleindienst ('1 )
2-0 Robin Hack ('26 )
2-1 Armin Gigovic ('30 )
3-1 Alassane Plea ('43 )
4-1 Alassane Plea ('79 )

Union Berlin 1 - 1 Bochum (Leikur stöðvaður)
0-1 Ibrahima Sissoko ('23 )
1-1 Benedict Hollerbach ('33 )
Rautt spjald: Koji Miyoshi, Bochum ('13)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner
banner