Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. janúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dagur Guðjónsson íþróttamaður ársins hjá Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Á fimmtudaginn í síðustu viku var Dagur Guðjónsson kjörinn íþróttamaður ársins hjá Gróttu.

Dagur, varnarmaður fæddur 1997, var í lykilhlutverki í ungu liði Gróttu sem komst upp úr 2. deildinni í fyrra.

Varnarjaxlinn lék alla leiki Íslandsmótsins nema einn og hefur hann nú lokið 66 keppnisleikjum með meistaraflokki félagsins.

Dagur tekur við titlinum íþróttamaður ársins af handboltakonunni Lovísu Thompson sem hlaut nafnbótina í fyrra.

Dagur er uppalinn Seltirningur og var valinn leikmaður ársins af þjálfarateymi Gróttu á lokahófi knattspyrnudeildar félagsins síðasta haust.
Athugasemdir
banner
banner