Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. janúar 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Baggio: Löngunin getur hjálpað Zaniolo
Roberto Baggio.
Roberto Baggio.
Mynd: Getty Images
Roberto Baggio segir að löngunin geti hjálpað Nicolo Zaniolo að verða klár fyrir Evrópumótið í sumar.

Zaniolo gekkst undir aðgerð í vikunni eftir að hafa rifið liðþófa í hné í leik með Roma gegn Juventus.

Baggio varð fyrir svipuðum meiðslum fyrir HM 2002 og það tók hann aðeins tvo og hálfan mánuð að snúa aftur.

„Ég setti mér lítil markmið í einu. Stóra markmiðið var að spila á HM. Hann vill verða klár fyrir EM," segir Baggio.

Þrátt fyrir að enda tímabilið með ellefu mörk í tólf deildarleikjum taldi Giovanni Trapattoni, þáverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, að Baggio væri ekki í nægilega góðu standi til að spila á HM.

Baggio segir að það hafi verið þrá hans að spila á HM sem hafi gert það að verkum að hann var fljótur að ná sér.

„Að hafa löngun og þrá getur gert gæfumuninn í málum eins og þessu. Ég lagði mikið á mig og æfði aukalega."
Athugasemdir
banner
banner