Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. janúar 2022 14:57
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jói Kalli sagður á blaði Arnars - Verður hann aðstoðarþjálfari landsliðsins?
Icelandair
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrði ÍA í bikarúrslitaleikinn á síðasta tímabili.
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrði ÍA í bikarúrslitaleikinn á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag var rætt um það hver gæti mögulega orðið næsti aðstoðarþjálfari landsliðsins eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hvarf á braut fyrir áramót.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði frá því í upphafi vikunnar vera með fimm nöfn á blaði yfir mögulegan aðstoðarmann. Þrír efstu á blaðinu væru allt Íslendingar sem væru í störfum.

„Mér finnst það vera best fyrir liðið, KSÍ sem og íslenskan fótbolta að vera með íslenskan aðstoðarþjálfara. Helst aðila sem er búsettur á Íslandi. ég er ekki 100 prósent af tímanum á Íslandi þó ég sé mikið þar," sagði Arnar.

„Aðstoðarþjálfarastarfið fyrir KSÍ er fullt starf. Við höfum verið í því undanfarin ár. Okkar reynsla í örugglega tíu ár hefur verið þannig að þjálfari og aðstoðarþjálfari væru í fullu starfi. Ég held að það sé eðlilegt að það sé þannig, því verður ekkert breytt núna. Það væri ómögulegt að vera í starfi fyrir utan KSÍ og ætla sér síðan að vera aðstoðarþjálfari."

Samkvæmt heimildum útvarpsþáttarins Fótbolti.net er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari ÍA, meðal þeirra þriggja sem eru á blaði Arnars. Jóhannes Karl spilaði 34 landsleiki fyrir Ísland á leikmannaferli sínum og skoraði eitt mark.

Í þættinum var velt því fyrir sér hvaða fleiri gætu verið á blaðinu umtalaða. Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK, var þar talinn líklegur. Ólafur Ingi Skúlason U19 landsliðsþjálfari var einnig nefndur.
Útvarpsþátturinn - Enska hringborðið og Pálmi Rafn
Athugasemdir
banner
banner
banner