Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 15. janúar 2022 15:00
Haraldur Örn Haraldsson
Matti Villa: Það var freistandi að fara í Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn gegn ÍA í Fótbolta.net mótinu í dag. Matthías skoraði eitt mark en FH tapaði þó 4-5.

Matthías var þá tekinn í viðtal eftir leikinn.

Þetta var fyrsti leikur FH á .net mótinu hvernig leggst þetta í þig?

„Já þetta var fyrsti leikur eftir áramót. Við spiluðum vel sóknarlega í dag, sköpuðum mikið af færum og skorum góð mörk en varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá öllu liðinu og það þurfum við að laga."

Þér var boðið þjálfarastarf hjá Vålerenga, var erfitt að hafna því?

„Það var alveg freistandi, risastórt tækifæri en ég fann það bara sjálfur að mér langaði að spila lengur og það hentaði ekki á þessum tímapunkti. Ég tel mig eiga x tíma eftir í líkamanum og líður vel þannig að það kom ekki til greina núna nei."

Þú varst að spila töluvert á miðjunni og koma neðar til að sækja boltann er þetta eitthvað sem við munum sjá meira í sumar?

„Þú verður að spurja Óla. Ég spilaði einhverjar 60 mínútur á miðjunni í dag. Ég var ekkert að koma niður að sækja hann ég var bara á miðjunni og svo vita þeir að ég get spilað margar stöður og þeir bara velja það sem hentar liðinu."

FH hefur verið orðað við Hólmar Örn Eyjólfsson hefur þú eitthvað reynt að tæla hann hingað?

„Hólmar er bara einn af mínum bestu vinum og að sjálfsögðu væri það frábært en hann á tveggja ára samning hjá Rosenborg og það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Hann er náttúrulega frábær leikmaður og átt frábæran feril þannig það kemur bara í ljós."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan í spilaranum.
Athugasemdir
banner
banner