sun 15. janúar 2023 11:40
Aksentije Milisic
Akanji: Algjört grín að fyrra markið fái að standa
Bruno fagnar í gær en Akanji og Walker mótmæla bakvið.
Bruno fagnar í gær en Akanji og Walker mótmæla bakvið.
Mynd: EPA

Mikið hefur verið rætt og ritað um fyrra mark Manchester United í gær sem Bruno Fernandes skoraði í sigrinum á Manchester City.


Marcus Rashford var þá langt fyrir innan þegar sendingin frá Casemiro kom inn fyrir vörn City. Rashford elti boltann allan tímann þangað til Bruno Fernandes mætti og skaut honum í markið.

Dómari leiksins og VAR mátu það sem svo að Rashford hafi ekki haft áhrif á leikmenn Man City og markið því dæmt gott og gilt.

„Það er algjört grín að fyrsta markið fékk að standa," sagði varnarmaðurinn Manuel Akanji, sem var að elta Rashford.

„Hann hleypur að boltanum þangað til á síðustu stundu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann. Hann er beint fyrir framan Eddy (Ederson) til að skora markið."

„Hann hleypur 30 metra, hann er að elta boltann. Þetta er augljós rangstaða,"
sagði Svisslendingurinn svekktur.

„Ég spilaði Rashford rangstaðan en hann tekur þátt fram að skotinu. Ég skil að hann kom ekki við boltann, en fyrir mig er þetta klár rangstaða."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner