Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 15. febrúar 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
KSÍ framselur sjónvarpsrétt - Skuldbinda sig að spila 10 leiki á ári
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Moldóvu ytra í nóvember.  Ísland þarf að spila 10 leiki á ári til að uppfylla sjónvarpssamning við UEFA.
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Moldóvu ytra í nóvember. Ísland þarf að spila 10 leiki á ári til að uppfylla sjónvarpssamning við UEFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í greinargerð með fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2020 kemur fram að sambandið hafi framselt sjónvarps- og markaðsréttindi fyrir A-landslið karla til UEFA.

Í áætluninni er gert ráð fyrir 276 milljónum króna í tekjur af sjónvarpsrétti á árinu 2020.

Samkvæmt greinargerðinni er samningur KSÍ við UEFA fyrir árin 2018 - 2022 og sambandið skuldbindur sig til að A-landslið karla spili 40 leiki á tímanum eða 10 leiki á ári.

Er þar talað um leiki í undankeppnum, Þjóðadeild og vináttuleiki og heildargreiðslan er 10 milljónir evra.

„KSÍ hefur framselt sjónvarps- og markaðsréttindi fyrir leiki A landsliðs karla til UEFA frá september 2018 til júní 2022 og er KSÍ skuldbundið til að leika 40 leiki (10 leiki á ári) á því tímabili, í undankeppni EM 2020, HM 2022, Þjóðadeildinni 2018 og 2020 og vináttulandsleiki. Greiðslan fyrir réttinn er 10 milljónir evra fyrir tímabilið 2018-2022. Gert er ráð fyrir jafndreifingu tekjufærslna," segir í greinargerðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner