Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. febrúar 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard bjóst ekki við að sjá Kepa brosa
Mynd: Getty Images
Frank Lampard skipti Kepa Arrizabalaga út fyrir Willy Caballero í síðasta leik Chelsea, sem lauk með 2-2 jafntefli gegn Leicester.

Óljóst er hvor þeirra mun verja mark Chelsea í næsta leik, sem er á heimavelli gegn Manchester United á mánudagskvöldið.

„Ég býst ekki við að sjá bros þegar leikmaður missir sæti sitt í byrjunarliðinu. Ég býst við að sjá sterk viðbrögð og stuðning frá liðsfélögunum," sagði Lampard.

„Þetta er ekki auðvelt. Ég segi það sem knattspyrnustjóri og þekki sem leikmaður. Svona ákvarðanir geta gert leikmenn sterkari."

Eftir leikinn gegn Man Utd á Chelsea leiki við Tottenham og Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner