Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 15. mars 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kompany ekki með gegn Swansea
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að Vincent Kompany fyrirliði mun missa af leiknum gegn Swansea í 8-liða úrslitum FA-bikarsins.

Kompany kvartaði yfir verkjum fyrir Meistaradeildarsigurinn gegn Schalke í miðri viku og hefur ekki jafnað sig.

Kevin de Bruyne er enn á meiðslalistanum og varnarmaðurinn John Stones er ekki leikfær þrátt fyrir að vera mættur aftur til æfinga.

Swansea og Manchester City mætast á morgun, 17:20.

Sjá einnig:
England um helgina - Leikið í deildinni og bikarnum
Athugasemdir