Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 15. mars 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Menn með hnífa og sveðjur brutust inn á heimili Vertonghen
Fjórir vopnaðir menn brutust inn á heimili Jan Vertonghen, leikmanns Tottenham, á meðan hann var í Þýskalandi í Meistaradeildarverkefni síðastliðinn þriðjudag.

Eiginkona Vertonghen, Sophie De Vries, var heima ásamt tveimur ungum börnum þeirra. Ránið átti sér stað klukkan átta að kvöldi til.

Fram kemur í frétt hjá Daily Mail að mennirnir hafi ógnað fjölskyldunni með hnífum og sveðjum.

Sem betur fer urðu engin meiðsli á fjölskyldu belgíska landsliðsmannsins, en þeim var auðvitað verulega brugðið.

Lögreglan er með málið til rannsóknar.
Athugasemdir
banner
banner