mið 15. mars 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar leikmaðurinn í sögunni til að fá tíu í einkunn tvisvar
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Erling Haaland átti hreint út sagt magnaðan leik í gær þegar Manchester City vann 7-0 sigur á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Haaland skoraði fimm af mörkum City í leiknum en hann er þriðji leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum Meistaradeildarleik; Luiz Adriano gerði það í leik með Shakhtar árið 2014 og Lionel Messi með Barcelona árið 2012.

Haaland er þá aðeins annar leikmaðurinn í sögunni til að fá tíu tvisvar sinnum í einkunn frá franska íþróttablaðinu L'Equipe.

L'Equipe eru harðir í sinni einkunnagjöf og það er mjög sjaldan sem leikmenn fá fullkomna tíu fyrir frammistöðu sína. Núna hefur Haaland afrekað það tvisvar en hann gerði það líka gegn Manchester United fyrr á tímabilinu.

Hinn leikmaðurinn til að fá tíu tvisvar er argentíski snillingurinn Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner