banner
   mið 15. mars 2023 18:42
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: 19 ára í markinu hjá Palace
Joe Whitworth fær óvænt tækifæri í liði Palace
Joe Whitworth fær óvænt tækifæri í liði Palace
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck byrjar hjá Brighton
Danny Welbeck byrjar hjá Brighton
Mynd: EPA
Tveir leikir fara fram klukkan 19:30 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Brighton fær Crystal Palace í heimsókn á meðan Southampton tekur á móti Brentford.

Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, gerir tvær breytingar á liði sínu en Danny Welbeck kemur fram fyrir Evan Ferguson og þá kemur Levi Colwill inn í vörnina í stað Adam Webster.

Patrick Vieira er tilneyddur til þess að skipta Vicente Guaita, markverði liðsins, út, en hann meiddist stuttu fyrir leikinn og er ekki með í dag. Hinn 19 ára gamli Joe Whitworth er í rammanum í dag. Cheick Doucoure og Odsonne Edouard koma einnig inn.

Brighton: Steele, Dunk(c), Colwill, Estupiñán, Veltman, Caicedo, Groß, Mitoma, March, Mac Allister, Welbeck

Crystal Palace: Whitworth, Andersen, Mitchell, Clyne, Guéhi(c), Sambi Lokonga, Schlupp, Doucouré, Zaha, Olise, Édouard

Ruben Selles, stjóri Southampton, gerir tvær breytingar frá markalausa jafnteflinu gegn Manchester United. Mohamed Elyounoussi og Ibrahima Diallo koma inn fyrir Romeo Lavia og Theo Walcott.

Thomas Frank gerir aðeins eina breytingu á liði Brentford en Kevin Schade kemur inn fyrir Mikkel Damsgaard. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Schade.

Southampton: Bazunu, Walker-Peters, Bednarek, Perraud, Bella-Kotchap, Ward-Prowse(c), Elyounoussi, Sulemana, Alcaraz, Diallo, Adams

Brentford: Raya, Henry, Pinnock, Mee, Hickey, Nørgaard(c), Janelt, Jensen, Schade, Mbeumo, Toney
Athugasemdir
banner
banner
banner