mið 15. mars 2023 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Milner á miðjunni
James Milner kemur á miðjuna en Diogo Jota er í sókninni
James Milner kemur á miðjuna en Diogo Jota er í sókninni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að blása til sóknar gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu er liðin eigast við í síðari leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þær fréttir bárust fyrir viðureignina að Jordan Henderson og Stefan Bajcetic myndu ekki ná leiknum vegna veikinda og meiðsla.

Klopp byrjar með James Milner á miðjunni í dag en með honum er Fabinho.

Þá byrja þeir Darwin Nunez, Cody Gakpo, Diogo Jota og Mohamed Salah. Það er því von á miklum sóknarbolta en Liverpool þarf að vinna með fjórum til að komast áfram eftir að hafa tapað 5-2 á Anfield.

Real Madrid: Courtois - Carvajal, Militao, Rüdiger, Nacho - Kroos, Camavinga, Modric - Valverde, Benzema, Vinicius Jr.

Liverpool: Alisson - Alexander-Arnold, Konaté, Van Dijk, Robertson - Fabinho, Milner - Salah, Jota, Gakpo - Darwin Nuñez.

Napoli spilar þá við Eintracht Frankfurt á Diego Maradona-leikvanginum í Napolí. Napoli vann fyrri leikinn 2-0.

Napoli: Meret; Di Lorenzo, Rrahmani, Kim, Mario Rui; Anguissa, Lobotka, Zielinski; Politano, Osimhen, Kvaratskhelia.

Frankfurt: Trapp; Tuta, Buta, Ndicka; Knauff, Rode, Sow, Lenz; Gotze, Kamada; Borré.

Leikirnir hefjast klukkan 20:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner