Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. mars 2023 00:44
Brynjar Ingi Erluson
Carragher tók lagið fyrir Oasis-stjörnuna - „Það var einhver að kyrkja kött"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska sparkspekingnum Jamie Carragher tókst að eyðileggja eitt af bestu lögum Oasis í kvöld en þetta sagði Noel Gallagher, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar, á CBS Golazo í kvöld.

Gallagher var í settinu með því Carragher, Thierry Henry og Micah Richards, en eftir 7-0 sigur Manchester City á RB Leipzig sagði Richards að Carragher hefði tekið lagið Don't Look Back In Anger á karaoke-kvöldi í New York.

Oasis var ein stærsta hljómsveit Bretlandseyja í kringum tíunda áratuginn en hætti árið 2009 vegna rifrildis þeirra Gallagher-bræðra.

Þá spurði Richards hvort Carragher ætti að taka lagið fyrir Gallagher sem sagði bara; „Nei takk“.

Hann ákvað samt sem áður að syngja það og var Gallagher ekki hrifinn.

„Ég biðst afsökunar á þessu. Hljóðið sem þið heyrðuð var af einhverjum vera að kyrkja kött. Ég verð að segja að það var ekki hægt að myrða þetta lag eða fram að þessum degi,“ sagði Gallagher.


Athugasemdir
banner
banner