Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. mars 2023 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að þeir eigi engan möguleika"
Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports.
Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports.
Mynd: Getty Images
Liverpool spilar á eftir síðari leik sinn gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn á Anfield var ótrúlegur en hann endaði 2-5 fyrir Evrópumeisturunum frá Madríd eftir að heimamenn í Liverpool höfðu tekið 2-0 forystu.

Það eru einhverjir sem trúa á ótrúlega endurkomu en sparkspekingurinn Paul Merson gerir það svo sannarlega ekki.

„Þetta yrði ein besta endurkoma í sögu Meistaradeildarinnar," segir Merson.

„Barcelona tókst að gera þetta gegn PSG en það var á heimavelli. Þetta er á útivelli gegn ríkjandi meisturunum. Ef munurinn væri tvö mörk þá væri aldrei að vita, en þrjú mörk... ég held að þeir eigi engan möguleika."

Leikurinn í kvöld verður flautaður á klukkan 20:00.

Sjá einnig:
Meistaraspáin - Samfélagið trúir og lifir í voninni
Athugasemdir
banner
banner
banner