Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. mars 2023 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Fallegur gjörningur hjá Real Madrid - You'll Never Walk Alone spilað í hljóðkerfinu
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid lét spila lagið You'll Never Walk Alone, sem hefur einkennt Liverpool frá 1963, eftir 1-0 sigur liðsins á enska liðinu á Santiago Bernabeu í kvöld.

Real Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið samanlagðan 6-2 sigur á Liverpool.

Spænska félagið vildi þakka Liverpool fyrir fallegan gjörning þess fyrir fyrri leikinn en Kenny Dalglish og Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool, lögðu þá blómvendi fyrir framan stuðningsmenn Real Madrid til að votta þeim samúð sína eftir að Amancio Amaro, fyrrum forseti félagsins, lést.

Því var spilað You'll Never Walk Alone í hljóðkerfinu á Bernabeu eftir leikinn og var mikið klappað fyrir þessum fallega gjörningi, en það má bæði heyra og sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner