Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. mars 2023 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Skoraði þrennu á þremur mínútum
Gift Orban setti met í Sambandsdeildinni
Gift Orban setti met í Sambandsdeildinni
Mynd: Getty Images
Istanbul Basaksehir 1 - 4 Gent
0-1 Gift Orban ('31 )
0-2 Gift Orban ('32 )
0-3 Gift Orban ('34 )
0-4 Hugo Cuypers ('37 )
1-4 Adnan Januzaj ('88 )

Gift Orban, framherji Gent í Belgíu, skoraði þrennu á þremur mínútum í 4-1 sigri á Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu og tryggði þar með liðinu áfram í 8-liða úrslit.

Basaksehir vann fyrri leikinn 2-1 og sá fyrir sér að þá væri þetta svo gott sem komið þar sem liðið átti heimaleikinn eftir en hinn 20 ára gamli Gift Orban hélt nú ekki.

Hann mætti í ham og skoraði þrjú mörk á þremur mínútum. Fyrsta markið kom eftir laglega skyndisókn áður en gerði annað markið með glæsilegu langskoti aðeins hálfri mínútu síðar.

Gent vann síðan boltann hátt upp í þriðja markinu. Markvörður Basaksehir varði fyrsta skot hans en hann klikkaði ekki í annarri tilraun.

Hugo Cuypers gerði fjórða markið nokkrum mínútum síðar áður en Adnan Januzaj minnkaði muninn fyrir Basaksehir undir lok leiks.

Glæsilegur sigur Gent sem er komið í 8-liða úrslit Sambansdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner