Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. mars 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að enginn frá Tottenham hafi haft samband við sig
Winks í leik með Tottenham.
Winks í leik með Tottenham.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Harry Winks segir að enginn frá Tottenham hafi haft samband við sig á meðan hann hefur verið á láni hjá ítalska félaginu Sampdoria.

Winks var lánaður til Sampdoria síðasta sumar þar sem hann var ekki inn í myndinni hjá Antonio Conte, stjóra Spurs.

Winks hefur verið frá vegna meiðsla á leiktíðinni en honum hefur tekist að spila níu leiki í ítölsku úrvalsdeildinni í heildina.

„Það hefur enginn frá Tottenham haft samband við mig, ekki einu sinni þjálfarinn," sagði Winks við La Gazzetta dello Sport.

Þetta hljómar ekki vel, en dyrnar eru þó kannski ekki alveg lokaðar þar sem framtíð Conte er í óvissu og talið ólíklegt að hann verði stjóri liðsins á næstu leiktíð. Winks segist einbeittur á Sampdoria og að hjálpa liðinu að halda sér uppi í deild þeirra bestu á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner