mið 15. mars 2023 00:53
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Leipzig óskar Haaland til hamingju - „Hann var svo hungraður"
Marco Rose
Marco Rose
Mynd: EPA
Marco Rose, þjálfari RB Leipzig í Þýskalandi, gat ekki annað en hrósað Erling Braut Haaland í hástert eftir 7-0 tapið gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Haaland skoraði fimm mörk fyrir Man City og varð þar með þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora fimm mörk í sama leiknum.

„Ég þekki Erling mjög vel. Ég veit hver gæði hans eru og þegar Erling er nálægt markinu þá vill hann skora. Hann skoraði fjögur eða heyrðu, þau voru fimm í kvöld.“

„Hann átti geggjað kvöld og var svo hungraður. Hann skoraði með fótunum og hausnum, vann seinni boltana og tók djúpu hlaupin. Þetta virkaði allt voðalega einfalt. Hann tók boltann frá dómaranum og það segir manni hversu sérstakt þetta kvöld var fyrir hann. Til hamingju Erling!“


Rose segir Leipzig ekki hafa átt nein svör við spilamennsku Man City og að sigur liðsins hafi verið verðskuldaður.

„Okkur tókst aldrei að komast inn í leikinn. Það er á mína ábyrgð og bara hvernig við fengum á okkur mörkin gerir þetta rosalega súrt. Þetta var innilega verðskuldað hjá Man City.“

„Við vorum sérstaklega slakir þegar það kom að því að verjast í vítateignum og það í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar,“
sagði Rose.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner