Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendur á tveimur síðustu umferðunum á Englandi
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur staðfest að stefnt sé að því að hleypa áhorfendum á leikina í síðustu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Með þeim hætti ættu öll lið deildarinnar að geta fengið einn heimaleik þar sem áhorfendur verða leyfðir.

Stuðningsmenn aðkomuliðs verða þó ekki leyfðir en á hverjum leik verða leyfðir um tíu þúsund áhorfendur.

Þetta tímabil hefur að nánast öllu leyti farið fram án áhorfenda vegna Covid-19 faraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner