Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 20:35
Aksentije Milisic
Bielsa segir að hann hafi ekki rætt við Leeds um nýjan samning
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds United, hefur blásið á þær sögusagnir að hann sé nálægt því að krota undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Argentínska dagblaðið La Nacion greindi frá því í síðustu viku að Leeds og Bielsa væru mjög nálægt því að ná samkomulagi um nýjan tveggja ára samning.

„Þessar upplýsingar eru ekki sannar. Ég hunsa svona lagað. Svona hluti getur bara ég eða félagið sagt. Við erum þau sem koma fram með upplýsingarnar tengt þessu," sagði Bielsa.

„Ef það væru einhverjar nýjar fregnir, þá myndi ég segja ykkur þær."

Bielsa er á sínu þriðja tímabili sem stjóri Leeds. Hann ítrekaði það á dögunum að hann vilji ræða framtíð sína við félagið eftir tímabilið.

Hinn 65 ára gamli Bielsa skrifaði undir eins ár samning við Leeds fyrir þetta tímabil en hann var sá sem náði að stýra Leeds upp í deild þeirra bestu í fyrsta skiptið í 16 ár.

Leeds vann glæsilegan sigur á toppliði Manchester City á útivelli í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið á leik gegn Liverpool á heimavelli á mánudaginn kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner