Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 15. apríl 2024 09:56
Elvar Geir Magnússon
Celtic í mjög sterkri stöðu eftir gríðarlega óvænt tap Rangers
Celtic er líklegast til að vinna skoska meistaratitilinn eftir að grannar þeirra og erkifjendur töpuðu gríðarlega óvænt fyrir Ross County um helgina.

Ross County, sem er næstneðst, í deildinni vann 3-2 sigur og Rangers er nú fjórum stigum á eftir toppliði Celtic. Rangers á leik til góða en það eru ekki margar umferðir eftir.

Ross County kom verulega á óvart um helgina og var með xG upp á 2,96 sem er það hæsta sem lið hefur náð gegn Rangers á tímabilinu.

Svo virðist sem Rangers þurfi að vinna síðasta Old Firm grannaslag tímabilsins til að eiga möguleika á því að vinna 56. skoska meistaratitil sinn. Og það á Celtic Park.

Rangers hefur þegar mistekist í þrígang á þessu tímabili að leggja Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner