Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 15. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög spenntur fyrir Timan - „Gæti náð Marciano Aziz hæðum í Lengjudeildinni"
Lengjudeildin
Damian Timan.
Damian Timan.
Mynd: Grótta
Jóhann Páll Ástvaldsson, stuðningsmaður Gróttu og íþróttafréttamaður á RÚV, hefur trú á því að Damien Timan, nýr leikmaður Gróttu, geti gert góða hluti í Lengjudeildinni í sumar.

Timan var á skotskónum þegar Grótta vann 3-2 sigur gegn Njarðvík í Mjólkurbikarnum um liðna helgi. Hann lagði einnig upp mark í þeim leik.

Timan er 23 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Gróttu fyrir stuttu. Timan er alinn upp hjá PSV Eindhoven og þá hefur kappinn spilað yfir 20 leiki með yngri landsliðum Hollands.

„Damian Timan sem kom í Gróttuna er spilari. Gæti orðið Marciano Aziz levels í Lengjunni," skrifar Jóhann á samfélagsmiðlinum X en Aziz var á sínum stórkostlegur með Aftureldingu í Lengjudeildinni - tók nánast yfir deildina. Hann spilar í dag með HK og hefur ekki fundið sig eins vel í Bestu deildinni.

„Mark og assist í fyrsta leik. Fyrrum PSV youth product. Yngri landsleikir. Meiddist og er að finna ástina fyrir leiknum aftur - höfum heyrt þá sögu 1000 sinnum. Þessi verður góð," sagði Jóhann enn fremur.

Grótta mætir Þór í 32-liða úrslitunum í bikarnum og svo styttist í Lengjudeildina en hún fer af stað í byrjun maí. Það verður gaman að sjá hvernig Timan mun standa sig.


Athugasemdir
banner
banner