Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. maí 2019 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Díana Dögg í KR (Staðfest) - „Engin alvara í þessu"
Díana lék með ÍBV í Pepsi-deildinni á árum áður. Hún er hér lengst til hægri á myndinni.
Díana lék með ÍBV í Pepsi-deildinni á árum áður. Hún er hér lengst til hægri á myndinni.
Mynd: Eyjafréttir
Díana Dögg Magnúsdóttir hefur fengið félagaskipti yfir til KR sem leikur í Pepsi Max-deild kvenna.

Díana er landsliðskona í handbolta og varð á dögunum Íslandsmeisari með Val.

Hún spilaði síðast fótbolta 2016 en þá lék hún 10 leiki með ÍBV í Pepsi-deild kvenna. Upp á síðkastið hefur hún einbeitt sér að handboltanum en hún var einnig mjög hæfileikarík í fóbolta og á hún leiki að baki fyrir U17 landsliðið.

Í samtali við mbl segist hún þó ekki reikna með því að spila með KR í sumar.

„Þetta var skyndi­ákvörðun sem ég tók í gær. Hugs­un­in er að fá að æfa með KR-ing­um meðan frí verður frá æf­ing­um í hand­bolt­an­um hjá Val," segir hún við Ívar Benediktsson á Morgunblaðinu.

„Það er eng­in al­vara í þessu hjá mér. Ég reikna ekki með því að leika með KR. Fót­bolta­skórn­ir fara ekki í neinni al­vöru af hill­unni."
Athugasemdir
banner
banner
banner