Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. maí 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Warnock verður áfram hjá Cardiff
Mynd: Getty Images
Neil Warnock verður áfram við stjórnvölinn hjá Cardiff á næsta tímabili og ætlar að reyna að koma félaginu beint aftur upp í úrvalsdeildina.

Cardiff var síðasta liðið til að falla úr úrvalsdeildinni í ár en var á lífi í fallbaráttunni allt þar til undir lokin. Hinn 70 ára gamli Warnock hefði framkvæmt kraftaverk með að halda liðinu uppi.

„Ég ætla að taka eitt ár í viðbót í Championship. Það væri gaman að komast upp í níunda sinn. Ég hélt ég myndi ekki halda áfram, eiginkonan sannfærði mig!" sagði Warnock.

Enginn þjálfari hefur farið jafn oft upp um deild í enska boltanum og Warnock. Hann hefur farið upp um deild með Scarborough, Notts County (tvisvar), Huddersfield, Plymouth, Sheffield Unietd og QPR auk Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner