fös 15. maí 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Van Dijk afsakaði sig - Brynjólfur fljótur að æsast upp
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson fór yfir ferilinn til þessa í viðtali í gær hér á Fótbolti.net. Þar fór hann yfir skiptin yfir í Breiðablik úr HK, árin hjá Breiðabliki og fyrsta árið í Belgíu.

Kolbeinn hafði áður svarað spurningum í hinni hliðinni og var hann spurður út í tvær sögur sem hann sagði frá þar.

Nuddaði Blikunum upp úr tapi gegn HK á N1 mótinu
Fyrri sagan er sá sigur sem Kolbeinn segir þann sætasta á ferlinum: „Það er sigur í undanúrslitum N1 mótsins 2012 þegar ég var í HK og við unnum stjörnuprýtt lið Breiðabliks í vító."

„Við fórum síðan og lyftum titlinum. Brynjólfur Andersen og Ágúst Hlynsson klikkuðu báðir á víti, það var ekki leiðinleg stund. Ég er duglegur að minna þá á þennan leik,"
sagði Kolbeinn.

Hvernig viðbrögð er hann að fá frá strákunum þegar hann rifjar upp þennan leik?

„Þeir eru orðnir þreyttir á þessu og sérstaklega Brynjólfur sem er fljótur að æsast upp og fara í vörn þegar ég segi þetta. En ég var ekki vinsæll þegar ég var tiltölulega nýkominn í Breiðablik og var farinn að nudda þeim upp úr þessu, sárin hjá þeim eru ekki gróin," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net.

Bombaði hurð á hausinn á Van Dijk
Seinni sagan er frá æfingasvæði Southampton, saga sem er merkt sem vandræðalegt augnablik: „Þegar ég var á reynslu hjá Southampton á Englandi þá var ég að reyna komast inn í matsalinn, þar var hurð sem opnast í báðar áttir."

„Ég reyni að opna hurðina en hún er eitthvað treg þannig að ég hamra á hurðina af öllum þunga en ekkert gerist, síðan kemur hausinn á (Virgil) Van Dijk út um dyrnar og hann heldur um hausinn á sér, þá hafði ég bombað hurðinni á hausinn á honum,"
sagði Kolbeinn.

Fékk hann einhver viðbrögð frá van Dijk?

„Já hann afsakaði sjálfan sig og hleypti mér inn um hurðina hann virkaði mjög vingjarnlegur bara."

Hvernig kom það til að Kolbeinn fór á reynslu til Southampton?

„Menn frá félaginu sáu mig spila með U17 á Norðurlandamótinu og höfðu samband eftir það og buðu mér að koma."

Sjá einnig:
Hin hliðin - Kolbeinn Þórðarson (Lommel)
Kolbeinn vill skapa sér nafn í Belgíu - „Sem betur fer eru komnir nýir eigendur"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner