Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. maí 2021 15:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Mikilvægur sigur Atalanta í markaleik
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í Ítölsku A deildinni í dag. Atalanta vann mikilvægan 4-3 sigur á Genoa í baráttunni um meistaradeildarsæti. Spezia vann öruggann 4-1 sigur á Torino.
Fyrir leikinn var Atalanta með 75 stig í 2.sæti deildarinnar þremur stigum meira en Juventus í 5.sæti og tvær umferðir eftir.

Atalanta var 3-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Duvan Zapata, Ruslan Malinovsky og Robin Gosens. Eldor Shomurodov minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en Mario Pasalic virtist gera út um leikinn með fjórða marki Atalanta. Genoa reyndu hvað þeir gátu að komast inní leikinn en gamla kempan Goran Pandev skoraði annað mark þeirra úr vítaspyrnu og Eldor Shomurodov skoraði þriðja markið en nær komust þeir ekki.

Spezia komst í 2-0 í fyrri hálfleik gegn Torino. Torino minnkaði muninn úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik en Spezia gerði út um leikinn með tveimur mörkum þegar um 15 mínútur voru eftir. Eftir leikinn eru Torino enn í hættu á að falla, fjórum stigum frá falli þegar tvær umferðir eru eftir. Spezia hinsvegar sloppnir við fall.

Genoa 3 - 4 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('9 )
0-2 Ruslan Malinovskiy ('26 )
0-3 Robin Gosens ('44 )
1-3 Eldor Shomurodov ('48 )
1-4 Mario Pasalic ('51 )
2-4 Goran Pandev ('67 , víti)
3-4 Eldor Shomurodov ('84 )

Spezia 4 - 1 Torino
1-0 Riccardo Saponara ('19 )
2-0 Mbala Nzola ('42 , víti)
2-1 Andrea Belotti ('55 , víti)
3-1 Mbala Nzola ('74 )
4-1 Martin Erlic ('84 )

Athugasemdir
banner
banner
banner