Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 15. maí 2022 20:25
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Hefði gefið þeim blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum ánægður með góðan 3-0 útisigur á ÍA. 

„Maður er alltaf ánægður að vinna, skora þrjú mörk og halda hreinu það er náttúrulega bara geggjað. Ég er bara heilt yfir ánægður með frammistöðuna, erfitt að koma hingað aðstæðurnar ekki þær bestu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki uppá sitt besta þannig mér fannst frammistaðan mjög góð."


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 KA

Í stöðunni 2-0 fyrir KA fá heimamenn í ÍA víti þegar Þorri Mar braut á Gísla Laxdal Unnarssyni og Gísli fór sjálfur á punktinn en Steinþór Freyr Auðunsson varði vítaspyrnuna og má segja að það hafi verið vendipunktur leiksins.

„Það hefði breytt leiknum vegna þess að þá hefðu þeir komið grimmir og það hefði gefið þeim blóð á tennurnar en sem betur fer þá varði hann vítið og svo kláruðum við leikinn með þriðja markinu sem var frábært."

Þessi sigur KA kom liðinu á toppinn í einhvern smá tíma að minnsta kosti og var Arnar spurður hvort þeir væru ekki kátir með það.

„Já maður er alltaf ánægður með að vinna en við erum bara búnir með sex leiki og þetta er langt mót þannig það er bara lappirnar niður á jörðina og næsti leikur á Laugardag á móti Stjörnunni og það verður erfiður leikir, þetta eru allt erfiðir leikir og það er bara næsta barátta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner