Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 15. maí 2022 20:25
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Hefði gefið þeim blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum ánægður með góðan 3-0 útisigur á ÍA. 

„Maður er alltaf ánægður að vinna, skora þrjú mörk og halda hreinu það er náttúrulega bara geggjað. Ég er bara heilt yfir ánægður með frammistöðuna, erfitt að koma hingað aðstæðurnar ekki þær bestu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki uppá sitt besta þannig mér fannst frammistaðan mjög góð."


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 KA

Í stöðunni 2-0 fyrir KA fá heimamenn í ÍA víti þegar Þorri Mar braut á Gísla Laxdal Unnarssyni og Gísli fór sjálfur á punktinn en Steinþór Freyr Auðunsson varði vítaspyrnuna og má segja að það hafi verið vendipunktur leiksins.

„Það hefði breytt leiknum vegna þess að þá hefðu þeir komið grimmir og það hefði gefið þeim blóð á tennurnar en sem betur fer þá varði hann vítið og svo kláruðum við leikinn með þriðja markinu sem var frábært."

Þessi sigur KA kom liðinu á toppinn í einhvern smá tíma að minnsta kosti og var Arnar spurður hvort þeir væru ekki kátir með það.

„Já maður er alltaf ánægður með að vinna en við erum bara búnir með sex leiki og þetta er langt mót þannig það er bara lappirnar niður á jörðina og næsti leikur á Laugardag á móti Stjörnunni og það verður erfiður leikir, þetta eru allt erfiðir leikir og það er bara næsta barátta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner