Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 15. maí 2022 13:30
Enski boltinn
Í hverju er Jorginho góður? - „Bara enn eitt kvíðakastið"
Jorginho kannski ekki svo vinsæll á Stamford Bridge.
Jorginho kannski ekki svo vinsæll á Stamford Bridge.
Mynd: Getty Images

Fyrir helgi settust þeir niður Arnar Laufdal stuðningsmaður Liverpool, Eysteinn Björgvinsson stuðningsmaður Manchester United og Brynjar Hauksson stuðningsmaður Chelsea og ræddu um enska boltann. 

Brynjar var spurður hverja ætti að selja og hverjum ætti að halda í leikmannahópi Chelsea og þegar það var komið að Jorginho hafði hann þetta að segja.

„Selja þennan mann eins og skot. Getið þið sagt mér í hverju Jorginho er góður? Að hann hafi landað þriðja sætinu í Ballon D´or í alvöru talað, hann er ekki góður í neinu í fótbolta."


„Hann er ógeðslega hægur og ógeðslega aumur líka, hann er ekki með neinar kúlur út á kantana eða í gegn bakvið varnirnar, það kemur fyrir inn á milli en ótrúlega sjaldan."  

„Hann er með enga ógn fyrir utan teiginn, ekki neitt. Þegar hann er pressaður þá fer hann bara í eitthvað kerfi, bara enn eitt kvíðakastið og missir boltann."

Brynjar telur Jorginho hins vegar mikinn leiðtoga.

„Þegar þú horfir á Chelsea spila þá er hann leiðtogi á vellinum, ég myndi segja það væri númer eitt tvö og þrjú af hverju hann er að spila svona mikið. Hann er bara ekki góður í neinu í alvöru talað og það pirrar mig svo mikið að hann sé að spila svona mikið og ég vill fá hann burt eins og skot."

Þú getur hlustað á þáttinn hér fyrir ofan, á Spotify eða podcast forritinu og á helstu streymisveitum.


Enski boltinn - Stórliðin í brennidepli fyrir lokasprettinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner