Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 15. júní 2018 06:19
Elvar Geir Magnússon
Moskvu
Rússneski björninn spáir sigri Íslands
Icelandair
Þessir stuðningsmenn Argentínu sem skemmtu sér vel í Moskvu í gær verða ekki svona hressir af spá rússneska bjarnarins rætist.
Þessir stuðningsmenn Argentínu sem skemmtu sér vel í Moskvu í gær verða ekki svona hressir af spá rússneska bjarnarins rætist.
Mynd: Getty Images
Á morgun er komið að leik Argentínu og Íslands á HM en stuðningsmenn argentínska liðsins eru mjög áberandi á því hóteli sem íslenskir fjölmiðlamenn dvelja á í Moskvu.

Það er gríðarlegt HM fjör í borginni og hvert sem komið er þá sér maður eitthvað sem lætur mann vita af því að þessi stórviðburður sé í gangi.

Það hefur reynst mjög vinsælt fjölmiðlaefni að fá hin ýmsu dýr til að spá fyrir um úrslit kappleikja.

Kolkrabbinn Páll vakti mikla athygli á HM 2010 og í kjölfarið hafa hinar ýmsu dýrategundir verið fengnar til að sýna spáhæfileika sína.

Í rússneska sjónvarpinu er það að sjálfsögðu björn sem sér um að spá en hann fær bolta og á svo að velja milli þriggja tunna, tvær af tunnunum eru merktar þjóðunum sem mætast en sú þriðja er að sjálfsögðu jafnteflistunna.

Vonandi mun rússneski björninn hafa rétt fyrir sér en hann spáir Íslandi sigri gegn Argentínu eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner