Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 15. júlí 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Benítez að fá Rondon til Kína
Kínverska félagið Dalian Yifang hefur náð samkomulagi við WBA um kaup á framherjanum Salomon Rondon.

Rafael Benítez tók við þjálfun Dalian Yifang á dögunum en Rondon lék undir hans stjórn þegar hann var á láni hjá Newcastle á síðasta tímabili

Rondon vill spila aftur undir stjórn Benítez og hann er nú á leið til Kína.

Hinn 29 ára gamli Rondon er frá Venesúela en hann hefur verið í enska boltanum síðan 2015 þegar WBA keypti hann frá Zenit St. Pétursborg.
Athugasemdir
banner