Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 15. júlí 2020 23:06
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Pétur Péturs: Við getum alveg spilað vörn líka
Kvenaboltinn
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég sá þetta ekki, hann hlýtur að hafa haft rétt fyrir sér. Ég hef ekki séð þetta og við bara treystum dómurunum til þess að dæma þetta, sagði Pétur Péturs spurður út í rauða spjaldið sem Elísa fékk á annarri mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fylkir

Elísa virtist toga kröftulega í Sólveigu, sem var í frábæru færi og fékk að launum rautt spjald og Fylkir vítaspyrnu. Sandra varði hins vegar frábærlega frá Bryndísi og bjargaði því liðsfélaga sínum fyrir horn.

Ég er stoltur af mínu liði, við erum tíu í 90 mínútur og gerðum þetta bara mjög vel. VIð sýndum það að við getum alveg spilað vörn líka, sagði Pétur um spilamennsku liðsins.

Pétur stillti liðinu upp í þriggja manna varnarlínu fyrstu mínúturnar eftir rauða spjaldið en breytti svo um taktík, tók Ásdísi útaf og setti Málfríði inn í bakvörðinn.

Mér fannst þegar við vorum þrjár í vörn var þetta smá séns sem við tókum af því mér fannst við spila vel fram á við á þeim tíma. Sköpuðum okkur færi og hættur en kannski rangt hjá mér að hafa ekki skipt strax en maður veit það yfirleitt eftir leiki.

Málfríður kom sterk inn í bakvörðinn og áttu þær systur, hún og Hlín, stóran þátt í marki Vals sem kom einungis mínútu eftir að Málfríður kom inn á.

Malla kom vel inn, og allir mínir leikmenn. Ég var bara mjög stoltur af mínum leikmönnum.

Það vakti athygli að Fanndís hefur ekki verið í leikmannahópnum síðustu tvo leiki en Pétur segir meiðsli vera að hrjá hana og aðeins sjúkraþjálfari geti svarað því hvenær von sé á henni aftur á völlinn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner