Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   mið 15. júlí 2020 23:06
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Pétur Péturs: Við getum alveg spilað vörn líka
Kvenaboltinn
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég sá þetta ekki, hann hlýtur að hafa haft rétt fyrir sér. Ég hef ekki séð þetta og við bara treystum dómurunum til þess að dæma þetta, sagði Pétur Péturs spurður út í rauða spjaldið sem Elísa fékk á annarri mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fylkir

Elísa virtist toga kröftulega í Sólveigu, sem var í frábæru færi og fékk að launum rautt spjald og Fylkir vítaspyrnu. Sandra varði hins vegar frábærlega frá Bryndísi og bjargaði því liðsfélaga sínum fyrir horn.

Ég er stoltur af mínu liði, við erum tíu í 90 mínútur og gerðum þetta bara mjög vel. VIð sýndum það að við getum alveg spilað vörn líka, sagði Pétur um spilamennsku liðsins.

Pétur stillti liðinu upp í þriggja manna varnarlínu fyrstu mínúturnar eftir rauða spjaldið en breytti svo um taktík, tók Ásdísi útaf og setti Málfríði inn í bakvörðinn.

Mér fannst þegar við vorum þrjár í vörn var þetta smá séns sem við tókum af því mér fannst við spila vel fram á við á þeim tíma. Sköpuðum okkur færi og hættur en kannski rangt hjá mér að hafa ekki skipt strax en maður veit það yfirleitt eftir leiki.

Málfríður kom sterk inn í bakvörðinn og áttu þær systur, hún og Hlín, stóran þátt í marki Vals sem kom einungis mínútu eftir að Málfríður kom inn á.

Malla kom vel inn, og allir mínir leikmenn. Ég var bara mjög stoltur af mínum leikmönnum.

Það vakti athygli að Fanndís hefur ekki verið í leikmannahópnum síðustu tvo leiki en Pétur segir meiðsli vera að hrjá hana og aðeins sjúkraþjálfari geti svarað því hvenær von sé á henni aftur á völlinn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner