Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 15. júlí 2020 23:06
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Pétur Péturs: Við getum alveg spilað vörn líka
Kvenaboltinn
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Pétur var heilt yfir ánægður með sitt lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég sá þetta ekki, hann hlýtur að hafa haft rétt fyrir sér. Ég hef ekki séð þetta og við bara treystum dómurunum til þess að dæma þetta, sagði Pétur Péturs spurður út í rauða spjaldið sem Elísa fékk á annarri mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fylkir

Elísa virtist toga kröftulega í Sólveigu, sem var í frábæru færi og fékk að launum rautt spjald og Fylkir vítaspyrnu. Sandra varði hins vegar frábærlega frá Bryndísi og bjargaði því liðsfélaga sínum fyrir horn.

Ég er stoltur af mínu liði, við erum tíu í 90 mínútur og gerðum þetta bara mjög vel. VIð sýndum það að við getum alveg spilað vörn líka, sagði Pétur um spilamennsku liðsins.

Pétur stillti liðinu upp í þriggja manna varnarlínu fyrstu mínúturnar eftir rauða spjaldið en breytti svo um taktík, tók Ásdísi útaf og setti Málfríði inn í bakvörðinn.

Mér fannst þegar við vorum þrjár í vörn var þetta smá séns sem við tókum af því mér fannst við spila vel fram á við á þeim tíma. Sköpuðum okkur færi og hættur en kannski rangt hjá mér að hafa ekki skipt strax en maður veit það yfirleitt eftir leiki.

Málfríður kom sterk inn í bakvörðinn og áttu þær systur, hún og Hlín, stóran þátt í marki Vals sem kom einungis mínútu eftir að Málfríður kom inn á.

Malla kom vel inn, og allir mínir leikmenn. Ég var bara mjög stoltur af mínum leikmönnum.

Það vakti athygli að Fanndís hefur ekki verið í leikmannahópnum síðustu tvo leiki en Pétur segir meiðsli vera að hrjá hana og aðeins sjúkraþjálfari geti svarað því hvenær von sé á henni aftur á völlinn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner