Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. ágúst 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Cagliari klárar kaupin á Nahitan Nandez (Staðfest)
Nandez hefur verið meðal bestu leikmanna Boca Juniors undanfarin ár.
Nandez hefur verið meðal bestu leikmanna Boca Juniors undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Cagliari seldi miðjumanninn öfluga Nicoló Barella til Inter fyrr í sumar fyrir 37 milljónir evra og bjuggust margir stuðningsmenn við því að miðja liðsins myndi veikjast til muna.

Raunin gæti þó verið önnur vegna þess að Cagliari er búið að staðfesta komu Nahitan Nandez frá Boca Juniors.

Nandez verður 24 ára í desember og kostar 18 milljónir evra. Hann er fjölhæfur miðjumaður og á 27 landsleiki að baki fyrir Úrúgvæ.

Miðjan hjá Cagliari lítur vel út eftir komu Marko Rog og Radja Nainggolan á lánssamningum frá Napoli og Inter fyrr í sumar.

Cagliari, sem endaði þremur stigum frá falli í vor, hefur verið að eltast við Nandez í rúmt ár og mikil gleði innan félagsins með að skiptunum sé loks lokið.
Athugasemdir
banner
banner