Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 15. ágúst 2020 16:50
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó um að boltinn sé farinn að rúlla aftur: Verðum að vanda okkur
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Vestri mættust í 11.umferð Lengjudeildar karla á Fagverksvellinum að Varmá í dag og endaði leikurinn með bragðdaufu jafntefli en ekkert mark var skorað.

Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra, var léttur að leikslokum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Þetta er alltaf þetta sama, þegar það koma svona pásur í boltann þá tekur alltaf smá tíma að ná dampi. Leikurinn í fyrri hálfleik fannst mér bera svolítið þess merki, nánast ekkert færi í fyrri hálfleik eða mjög lítið. Menn eru bara að koma sér í gang og kannski eru menn svolítið meðvitaðir um að það eru tveir leikir í vikunni."

„Það var rólegt yfir þessu í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik fannst mér lifna aðeins yfir leiknum, sérstaklega sóknarleik okkar."

Leikurinn var full bragðdaufur fram að 80.mínútu leiksins þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum og var Bjarni spurður út í atvik undir lok leiksins þegar rangstaða er dæmd á sóknarmann Vestra.

„Við erum búnir að skoða myndir af þessu núna. Þetta er alveg klárlega rangur dómur, þannig þetta datt ekki með okkur og afar dapurt og það fer fer í taugarnar á manni þegar svona gerist."

Bjarni Jóhansson var spurður hvort það væri ekki ljúft að boltinn væri farinn að rúlla aftur.

„Jú við fögnum því allir og það er bara frábært. Við verðum að vanda okkur, það er algjört lykilatriði, það erum við sem stöndum í framlínunni í þessu með liðin okkar og leikmenn og við verðum að standa okkur vel. Við erum búin að sjá fyrirtæki í þessu landi senda fólk heim til að vinna, og vera í hálfgerðu stofufangelsi og við verðum bara að taka það á okkur og vonandi náum við að klára þetta mót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner