Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 15. ágúst 2020 16:50
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó um að boltinn sé farinn að rúlla aftur: Verðum að vanda okkur
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Vestri mættust í 11.umferð Lengjudeildar karla á Fagverksvellinum að Varmá í dag og endaði leikurinn með bragðdaufu jafntefli en ekkert mark var skorað.

Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra, var léttur að leikslokum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Þetta er alltaf þetta sama, þegar það koma svona pásur í boltann þá tekur alltaf smá tíma að ná dampi. Leikurinn í fyrri hálfleik fannst mér bera svolítið þess merki, nánast ekkert færi í fyrri hálfleik eða mjög lítið. Menn eru bara að koma sér í gang og kannski eru menn svolítið meðvitaðir um að það eru tveir leikir í vikunni."

„Það var rólegt yfir þessu í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik fannst mér lifna aðeins yfir leiknum, sérstaklega sóknarleik okkar."

Leikurinn var full bragðdaufur fram að 80.mínútu leiksins þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum og var Bjarni spurður út í atvik undir lok leiksins þegar rangstaða er dæmd á sóknarmann Vestra.

„Við erum búnir að skoða myndir af þessu núna. Þetta er alveg klárlega rangur dómur, þannig þetta datt ekki með okkur og afar dapurt og það fer fer í taugarnar á manni þegar svona gerist."

Bjarni Jóhansson var spurður hvort það væri ekki ljúft að boltinn væri farinn að rúlla aftur.

„Jú við fögnum því allir og það er bara frábært. Við verðum að vanda okkur, það er algjört lykilatriði, það erum við sem stöndum í framlínunni í þessu með liðin okkar og leikmenn og við verðum að standa okkur vel. Við erum búin að sjá fyrirtæki í þessu landi senda fólk heim til að vinna, og vera í hálfgerðu stofufangelsi og við verðum bara að taka það á okkur og vonandi náum við að klára þetta mót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir