Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 15. ágúst 2020 16:50
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó um að boltinn sé farinn að rúlla aftur: Verðum að vanda okkur
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Vestri mættust í 11.umferð Lengjudeildar karla á Fagverksvellinum að Varmá í dag og endaði leikurinn með bragðdaufu jafntefli en ekkert mark var skorað.

Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra, var léttur að leikslokum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Þetta er alltaf þetta sama, þegar það koma svona pásur í boltann þá tekur alltaf smá tíma að ná dampi. Leikurinn í fyrri hálfleik fannst mér bera svolítið þess merki, nánast ekkert færi í fyrri hálfleik eða mjög lítið. Menn eru bara að koma sér í gang og kannski eru menn svolítið meðvitaðir um að það eru tveir leikir í vikunni."

„Það var rólegt yfir þessu í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik fannst mér lifna aðeins yfir leiknum, sérstaklega sóknarleik okkar."

Leikurinn var full bragðdaufur fram að 80.mínútu leiksins þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum og var Bjarni spurður út í atvik undir lok leiksins þegar rangstaða er dæmd á sóknarmann Vestra.

„Við erum búnir að skoða myndir af þessu núna. Þetta er alveg klárlega rangur dómur, þannig þetta datt ekki með okkur og afar dapurt og það fer fer í taugarnar á manni þegar svona gerist."

Bjarni Jóhansson var spurður hvort það væri ekki ljúft að boltinn væri farinn að rúlla aftur.

„Jú við fögnum því allir og það er bara frábært. Við verðum að vanda okkur, það er algjört lykilatriði, það erum við sem stöndum í framlínunni í þessu með liðin okkar og leikmenn og við verðum að standa okkur vel. Við erum búin að sjá fyrirtæki í þessu landi senda fólk heim til að vinna, og vera í hálfgerðu stofufangelsi og við verðum bara að taka það á okkur og vonandi náum við að klára þetta mót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner