Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 15. ágúst 2020 16:50
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó um að boltinn sé farinn að rúlla aftur: Verðum að vanda okkur
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Vestri mættust í 11.umferð Lengjudeildar karla á Fagverksvellinum að Varmá í dag og endaði leikurinn með bragðdaufu jafntefli en ekkert mark var skorað.

Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra, var léttur að leikslokum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Þetta er alltaf þetta sama, þegar það koma svona pásur í boltann þá tekur alltaf smá tíma að ná dampi. Leikurinn í fyrri hálfleik fannst mér bera svolítið þess merki, nánast ekkert færi í fyrri hálfleik eða mjög lítið. Menn eru bara að koma sér í gang og kannski eru menn svolítið meðvitaðir um að það eru tveir leikir í vikunni."

„Það var rólegt yfir þessu í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik fannst mér lifna aðeins yfir leiknum, sérstaklega sóknarleik okkar."

Leikurinn var full bragðdaufur fram að 80.mínútu leiksins þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum og var Bjarni spurður út í atvik undir lok leiksins þegar rangstaða er dæmd á sóknarmann Vestra.

„Við erum búnir að skoða myndir af þessu núna. Þetta er alveg klárlega rangur dómur, þannig þetta datt ekki með okkur og afar dapurt og það fer fer í taugarnar á manni þegar svona gerist."

Bjarni Jóhansson var spurður hvort það væri ekki ljúft að boltinn væri farinn að rúlla aftur.

„Jú við fögnum því allir og það er bara frábært. Við verðum að vanda okkur, það er algjört lykilatriði, það erum við sem stöndum í framlínunni í þessu með liðin okkar og leikmenn og við verðum að standa okkur vel. Við erum búin að sjá fyrirtæki í þessu landi senda fólk heim til að vinna, og vera í hálfgerðu stofufangelsi og við verðum bara að taka það á okkur og vonandi náum við að klára þetta mót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir