Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 15. ágúst 2020 16:50
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó um að boltinn sé farinn að rúlla aftur: Verðum að vanda okkur
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Vestri mættust í 11.umferð Lengjudeildar karla á Fagverksvellinum að Varmá í dag og endaði leikurinn með bragðdaufu jafntefli en ekkert mark var skorað.

Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra, var léttur að leikslokum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Þetta er alltaf þetta sama, þegar það koma svona pásur í boltann þá tekur alltaf smá tíma að ná dampi. Leikurinn í fyrri hálfleik fannst mér bera svolítið þess merki, nánast ekkert færi í fyrri hálfleik eða mjög lítið. Menn eru bara að koma sér í gang og kannski eru menn svolítið meðvitaðir um að það eru tveir leikir í vikunni."

„Það var rólegt yfir þessu í fyrri hálfleik, í seinni hálfleik fannst mér lifna aðeins yfir leiknum, sérstaklega sóknarleik okkar."

Leikurinn var full bragðdaufur fram að 80.mínútu leiksins þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum og var Bjarni spurður út í atvik undir lok leiksins þegar rangstaða er dæmd á sóknarmann Vestra.

„Við erum búnir að skoða myndir af þessu núna. Þetta er alveg klárlega rangur dómur, þannig þetta datt ekki með okkur og afar dapurt og það fer fer í taugarnar á manni þegar svona gerist."

Bjarni Jóhansson var spurður hvort það væri ekki ljúft að boltinn væri farinn að rúlla aftur.

„Jú við fögnum því allir og það er bara frábært. Við verðum að vanda okkur, það er algjört lykilatriði, það erum við sem stöndum í framlínunni í þessu með liðin okkar og leikmenn og við verðum að standa okkur vel. Við erum búin að sjá fyrirtæki í þessu landi senda fólk heim til að vinna, og vera í hálfgerðu stofufangelsi og við verðum bara að taka það á okkur og vonandi náum við að klára þetta mót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner