Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. ágúst 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kostaði 70 milljónir en hefur hvorki skorað né lagt upp
Mynd: Getty Images
Diego Simeone hefur náð frábærum árangri með Atletico Madrid en leikmannakaup félagsins undir hans leiðsögn hafa verið ansi vafasöm í gegnum árin.

Simeone er sífellt að leita að öflugum kantmönnum en tekst ekki ætlunarverk sitt, sama hversu miklum pening hann eyðir. Fullkomið dæmi er Thomas Lemar sem var keyptur á 70 milljónir evra fyrir tveimur árum.

Lemar, 24 ára, hefur aðeins skorað fjögur mörk fyrir Atletico en þau komu öll á hans fyrsta tímabili. Á yfirstandandi tímabili, sem er búið fyrir Atletico eftir tap gegn Leipzig í Meistaradeildinni, hefur Lemar ekki skorað eitt einasta mark eða lagt upp þrátt fyrir að koma við sögu í 29 leikjum.

Þrátt fyrir slakt gengi með Atletico er Lemar eftirsóttur af félögum í enska boltanum. Atletico vill þó ekki tapa alltof miklum pening á því að selja þennan snögga og tekníska Frakka.

Fleiri dæmi um kantmenn sem hafa ekki staðið sig eftir að hafa verið keyptir til Atletico á undanförnum árum eru Nico Gaitan (25 milljónir), Vitolo (36 milljónir) og Gelson Martins (22,5 milljónir).

Þá kostuðu Alvaro Morata og Diego Costa, fyrrum sóknarmenn Chelsea, samtals 112 milljónir evra. Morata hefur skorað 22 mörk í 61 leik frá komu sinni á meðan Costa er með 17 mörk í 74 leikjum.

Joao Felix kostaði 126 milljónir og hefur gert 9 mörk í 36 leikjum. Jackson Martinez kostaði 37 milljónir en var seldur skömmu síðar til Kína fyrir 42, eftir sex arfaslaka mánuði í Madríd.
Athugasemdir
banner
banner
banner