Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 15. september 2019 12:11
Brynjar Ingi Erluson
Leik ÍA og Grindavíkur frestað - Fer fram klukkan 17 á morgun
ÍA og Grindavík mætast á morgun
ÍA og Grindavík mætast á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Leik ÍA og Grindavíkur hefur verið frestað til morguns en hann átti upphaflega að fara fram klukkan 16:00 í dag.

Sú ákvörðun hefur verið tekin um að spila leikinn á morgun á Norðuráls-vellinum klukkan 17:00 en slæm veðurskilyrði eru á Akranesi í dag.

Skagamenn eru í fínum málum í deildinni en liðið er í 8. sæti með 25 stig á meðan Grindavík er í mikilli fallbaráttu með aðeins 18 stig.

Grindvíkingar þurfa að ná í stig gegn ÍA til að eiga einhverja von um að halda sér uppi.
Athugasemdir
banner
banner
banner