Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   fös 17. október 2025 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lyngby hefur áhuga á Guðmari Gauta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðmar Gauti Sævarsson er leikmaður sem Lyngby hefur augastað á. Guðmar Gauti er leikmaður Fylkis og á að baki fimmtán unglingalandsleiki.

Hann er fæddur árið 2008 og Valur reyndi að fá hann í sínar raðir síðasta vetur.

Guðmar ákvað að framlengja samning sinn við Fylki og spilaði fjórtán leiki í Lengjudeildinni í sumar. Hann er samningsbundinn uppeldisfélaginu út næsta tímabil.

Hann fór á reynslu til spænska félagsins Valladolid síðasta vetur og æfði með unglingaliði Lyngby fyrir um ári síðan.

Það er sterk tenging milli Fylkis og Lyngby því Michael John Kingdon, fyrrum leikgreinandi Fylkis, er þjálfari U19 ára liðs danska félagsins.
Athugasemdir
banner