Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. september 2019 16:27
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Laglegt skot Harðar - Valinn maður leiksins
Hörður Björgvin Magnússon með verðlaunin eftir leik
Hörður Björgvin Magnússon með verðlaunin eftir leik
Mynd: CSKA Moskva
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði laglegt mark í 2-0 sigri CSKA Moskvu á Tambov í rússnesku deildinni í dag.

Hörður Björgvin var að skora fyrsta mark sitt á tímabilinu en hann fékk þá boltann fyrir utan teig og lét vaða með vinstri í hægra hornið og 2-0 sigur CSKA því staðreynd.

Þetta var þriðja mark hans fyrir félagið en liðið er nú í 2. sæti með 19 stig eftir sigurinn. Hann var svo valinn maður leiksins og fékk verðlaun frá rússnesku deildinni í kjölfarið.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner