Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. september 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef Salah hefði skorað úr þessu, þá væri staðan 4-0 í hálfleik"
AC Milan leiðir 2-1 í hálfleik á Anfield.
AC Milan leiðir 2-1 í hálfleik á Anfield.
Mynd: EPA
Liverpool sýndi ótrúlega yfirburði til að byrja með gegn AC Milan. Þessi lið eru núna að spila í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Liverpool átti 13 marktilraunir á fyrstu 15 mínútum leiksins. Það kom eitt mark úr þeim og þá klúðraði Mohamed Salah vítaspyrnu.

„Ef Salah hefði skorað úr þessu, þá væri staðan 4-0 í hálfleik. En hann gerði það ekki. Svo breytist leikurinn á skömmum tíma," sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

Liverpool var áfram með tögl og haldir á leiknum þangað til AC Milan á 42. mínútu. Ante Rebic skoraði markið. Stuttu eftir það skoraði Brahim Diaz og kom Milan í 2-1.

Hreint út sagt ótrúlegt. Ríkharð Óskar Guðnason, sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport, talaði um það snemma í fyrri hálfleiknum að þetta væri eins og æfing fyrir Liverpool. En samt fara þeir undir inn í leikhléið.

„Það er mjög áhugaverður hálfleikur framundan. Stóru nöfnin munu koma inn á," sagði Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, á BBC.

Sadio Mane og Virgil van Dijk eru báðir á bekknum. Koma þeir inn á strax í hálfleik?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner