Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mið 15. september 2021 20:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tek svo Zidane-snúning held ég framhjá þremur og set hann í hornið með ristinni"
Þórður Þorsteinn
Þórður Þorsteinn
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þórður Þorsteinn Þórðarson átti virkilega góðan leik fyrir ÍA í sigri liðsins gegn ÍR í dag. Þórður skoraði eitt mark og lagði upp eitt í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Mér líður fínt með þetta, við þurftum bara vinna leikinn með einu marki en við gerðum það með tveimur. Þannig það er bara gott," sagði Þórður.

Hann skoraði jöfnunarmark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir frábæran Zidane-snúning.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Ég tek boltann rétt fyrir utan teig, tek ágætis snertingu framhjá einum og ég tek svo Zidane-snúning held ég framhjá þremur og set hann svo í hornið með ristinni. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé eitt flottasta mark sem ég hef skorað."

„Ég er alltaf í þessu á æfingum en ekki í leik. Mér var alveg sama hvernig ég skoraði þetta mark, það skipti mjög miklu máli að komast jafnir inn í hálfleikinn."


Þórður átti sendinguna í sendinguna yfir á hægri kantinn í jöfnunarmarkinu. „Já, það var bara mjög góð sending og Gísli gerir frábærlega, köttar inn á völlinn og leggur hann svo fallega í nærhornið. Gísli er frábær leikmaður og sýndi það með þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner