Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
banner
   sun 15. september 2024 19:40
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður ekki sárara en þetta" Segir Davíð Smári, Þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vestramenn voru mjög nálægt því að sækja úrslit í Garðabæinn en Stjörnumenn skoruðu undir lokinn eftir að William Eskelinen fékk dæmda á sig vítaspyrnu.

„Ég er nú ekki alveg viss um að þetta hafi verið víti. Það er óhætt að segja að Vestraliðið átti töluvert meira skilið en að tapa þessum leik. Við fengum töluvert fleiri færi, þeir eiga tvö skot á markið. Við þurfum að nýta færin betur en ég er gríðarlega stoltur og ánægður með liðið."

Vestramenn áttu, eins og Davíð kemur inná, líklega hættulegri færi í dag og byrjuðu leikinn til að mynda af miklum krafti.

„Við vorum sterkari aðilinn mest allan fyrri hálfleikinn en svo kom þreyta í okkur og við vorum lítið með boltann sem að er hægt að gagnrýna. Við þurfum að gera betur og vera klínískari fyrir framan markið, það er það sem situr eftir."

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokið og komin tími á tvískiptingu en Vestramenn eru í fallsæti og að heyja lífróður fyrir sæti sínu í Bestu deildinni.

„Ég segi það núna og segi það aftur að það er gríðarlega erfitt að spila við Vestraliðið. Við erum gríðarlega sterkir varnarlega og góða menn fram á við sem eru að toppa núna. Við erum að stilla upp sama liðinu núna trekk í trekk og það er kominn smá taktur í okkur. Það er hellingur að byggja á en staðan er alvarleg."
Athugasemdir
banner
banner
banner