Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað eftir landsleikjagluggann, Troy Deeney sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið vikunnar.
Markvörður: Robert Sanchez (Chelsea) - Andre Onana hefði getað fengið valið en Sanchez átti frábæran leik í 1-0 sigri Chelsea gegn Bournemouth. Varði vítaspyrnu þegar staðan var markalaus.
Varnarmaður: Axel Tuanzebe (Ipswich) - Þessi fyrrum leikmaður Man Utd og Aston Villa hélt Mitoma algjörlega í skefjum í markalausu jafntefli Ipswich gegn Brighton.
Varnarmaður: Matthijs de Ligt (Manchester United) - Smá hnökrar í byrjun leiks gegn Southampton en svo sýndi hann úr hverju hann er gerður. Skoraði í 3-0 sigri.
Varnarmaður: Gabriel (Arsenal) - Algjört skrímsli. Skoraði með frábærum skalla og tryggði Arsenal sigur gegn Tottenham.
Varnarmaður: Jan Paul van Hecke (Brighton) - Svo öruggur á boltann og er leikmaður sem Brighton gæti selt til félags eins og Liverpool á næsta ári.
Miðjumaður: Moises Caicedo (Chelsea) - Er farinn að finna sig betur hjá Chelsea og er loksins farinn að spila eins og hann gerði hjá Brighton forðum daga.
Miðjumaður: Emile Smith Rowe (Fulham) - Líður vel sem stór fiskur í lítilli tjörn. Átti stoðsendingu í 1-1 jafnteflinu gegn West Ham. Allt gott hjá Fulham fór í gegnum hann.
Sóknarmaður: Ollie Watkins (Aston Villa) - Skoraði tvö í frábærum endurkomusigri gegn Everton. Villa þarf á því að halda að hann haldist í stuði.
Sóknarmaður: Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace) - Skoraði bæði mörk Palace í 2-2 jafntefli gegn Leicester.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Hvað mun gæinn enda með mörg mörk á tímabilinu? Skoraði tvö í sigrinum gegn Brentford og var pirraður yfir því að ná ekki enn einni þrennunni.
Athugasemdir