Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 09:28
Elvar Geir Magnússon
Haukum gengur illa að finna nýjan þjálfara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukum gengur illa að finna nýjan þjálfara eftir fall liðsins úr Inkasso-deildinni í sumar. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa að minnsta kosti fimm þjálfarar gefið félaginu neitun.

Rætt var um þjálfaramálin í Innkastinu sem kom inn á Fótbolta.net í gær.

Það gustaði vel á Ásvöllum á liðnu tímabili og þrír þjálfarar sem stýrðu liðinu. Kristján Ómar Björnsson byrjaði tímabilið en sagði starfi sínu lausu og þá tók Búi Vilhjálmur Guðmundsson við stjórnartaumunum.

Búi var svo látinn taka pokann sinn og Luka Kostic kláraði tímabilið. Haukar reyndu að fá Luka til að halda áfram þjálfun liðsins en hann gaf afsvar.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var á óskalistanum en hann afþakkaði starfið. Það gerðu einnig Guðlaugur Baldursson og Brynjar Gestsson samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Fróðlegt verður að sjá hver lendingin verður hjá Haukum.
Athugasemdir
banner
banner
banner