Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Snodgrass hættir með landsliði Skota þó EM sé möguleiki
Mynd: Getty Images
Robert Snodgrass, miðjumaður West Ham, hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Skotlands þrátt fyrir að möguleiki sé á að liðið verði með á EM næsta sumar.

Hinn 32 ára gamli Snodgrass spilaði 28. landsleik sinn í 4-0 tapi gegn Rússum í síðustu viku en hann ákvað að draga sig úr hópnum fyrir 6-0 sigur á San Marino á sunnudag.

Snodgrass tilkynnti síðan á Instagram í gær að landsliðsferillinn sé á enda.

Skotar hafa ekki riðið feitum hesti í undankeppni EM en þeir eru í 4. sæti í sínum riðli og langt frá efstu tveimur sætunum.

Hins vegar gætu Skotar komist á EM í gegnum Þjóðadeildarumspilið í mars en liðið keppir um úrslitasætið í C-deild við Noreg, Serbíu og eina aðra þjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner