Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 11:14
Magnús Már Einarsson
Sveindís í Val eða Breiðablik
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Keflavíkur, mun væntanlega ganga til liðs við Val eða Breiðablik á láni fyrir næsta tímabil. Þetta kemur fram í þætti dagsins í Heimavellinum.

Sveindís er samningsbundin Keflavík til 2021 en hún gerði nýjan samning við félagið um helgina. Eftir fall Keflavíkur úr Pepsi Max-deildinni er ljóst að hún fer á lán næsta sumar.

„Það er eitthvað til í þessu," sagði Sveindís í Heimavellinum aðspurð hvort hún sá á leið í Val eða Breiðablik á láni. „Ég vil fara í þessi stóru lið, komast í liðið og bæta mig með góðum fótboltastelpum."

Valur hafði betur gegn Breiðabliki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar en þessi lið höfðu mikla yfirburði í Pepsi Max-deildinni. Þau berjast nú um að fá Sveindísi í sínar raðir.

Hin 18 ára gamla Sveindís hefur skorað 54 mörk í 80 leikjum með Keflavík en þrátt fyrir ungan aldur á hún fimm tímabil að baki í meistaraflokki. Hún telur að Keflavík muni festa sig í sessi í Pepsi-deildinni á næstu árum.

„Það er það sem við erum að reyna að komast upp í. Ég held að Keflavík verði orðið stabílt Pepsi-deildarlið eftir tvö ár. Við eigum klárlega heima í Pepsi-deildinni," sagði Sveindís í Heimavellinum.
Heimavöllurinn - Efnilegastar í heimsókn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner